Skip to main content
Fréttir

Fróðleiksmolar – EN471 sýnileikastaðall

By febrúar 12, 2015maí 10th, 2017No Comments

Á undanförnum árum hefur krafan um að fatnaður á vinnusvæðum uppfylli sýnileikastaðalinn EN471 færst sífellt í vöxt. Í kjölfarið hefur úrvalið af slíkum fatnaði aukist verulega, sem er vel. Hins vegar hefur þetta einnig þann fylgikvilla, að mikið af vörum streyma á markaðinn sem uppfylla ekki þennan Evrópustaðal, heldur lítur eingöngu út fyrir að gera það. Af þessu tilefni viljum við benda á eftirfarandi staðreyndir.

Til þess að uppfylla Evrópustaðalinn um sýnileika, EN-471, þarf fatnaður að hafa ákveðið stórt hlutfall af sýnilegu efni (t.d. flúorgulu eða orange), en einnig ákveðið hlutfall af viðurkenndu endurskini. Undirstaðlar EN-471 skiptast í klassa 1, 2 og 3, sem segir til um hversu hátt áðurnefnt hlutfall er á viðkomandi flíkum. Yfirleitt uppfylla efri partar klassa 3, en buxur uppfylla ýmist klassa 1 eða klassa 2.

Það að flíkin uppfylli áðurnefnd hlutföll segir hins vegar ekkert um hvort hún sé í raun viðurkennd eftir Evrópustaðlinum. Allar flíkur þarf að votta hjá þar til gerðum aðilum í hlutlausu landi. Það er ekki fyrr en hún hefur farið í gegnum slíka vottun að hún telst í raun viðurkennd. Þetta er bluehost kostnaðarsamt og skýrir þ.a.l. hversu mikið er fáanlegt af flíkum sem í raun eru óviðurkenndar á íslenskum markaði. Við hvetjum fyrirtæki til að kanna hvort þær flíkur sem verið er að bjóða þeim uppfylli staðalinn og krefjist þar til gerðra pappíra, þar sem óviðurkennd flík hefur lítið að segja ef eitthvað kemur fyrir.

Vinnuföt ehf. og birgjar okkar vinna eftir ströngum gæðastöðlum. Í okkar vöruúrvali er einungis að finna vörur sem uppfylla þá staðla sem krafist er hverju sinni, hvort sem það er EN-471 eða aðrir staðlar.

a8